
Ábendingar um myndskeið
Haltu myndavélartakkanum inni til að opna myndavélina.
76
Myndavél og myndir

•
Til að skipta úr myndatöku yfir í myndupptöku velurðu
.
•
Til að útkoman verði sem best er nauðsynlegt að loka öllum forritum fyrir
upptöku.
•
Taktu upp á gagnageymslu símans, ef hægt er.
•
Ef myndskeið er tekið upp á minniskort skaltu nota samhæft, hraðvirkt, hágæða
microSD-minniskort. Mælt er með að notuð séu microSD-minniskort í flokki 4 (32
Mbit/s (4 MB/s)) eða hærri flokki.
Fyrir fyrstu notkun skaltu taka öryggisafrit af öllum mikilvægum gögnum sem eru
á kortinu og nota símann til að forsníða kortið, jafnvel þótt það hafi verið forsniðið
eða notað í Nokia-síma áður. Þegar minniskort er forsniðið er öllu efni á því eytt.
Ef minniskortið virkar hægar með tímanum skaltu taka öryggisafrit af öllum
mikilvægum gögnum sem eru á kortinu og nota símann til að forsníða það.