Minniskorti komið fyrir
Aðeins skal nota samhæf microSD-kort sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu
tæki. Ósamhæf minniskort gætu skaðað kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð
eru á kortinu.
Mikilvægt: Ekki fjarlægja minniskortið þegar verið er að nota það í forriti. Það kann
að skemma minniskortið og tækið og spilla gögnum sem vistuð eru á kortinu.
Geyma skal öll minniskort þar sem börn ná ekki til.
1 Slökktu á símanum.
2 Dragðu krækjuna á bakhliðinni að neðri hluta símans og fjarlægðu bakhliðina.
3 Fjarlægðu rafhlöðuna ef hún er í tækinu.
4 Settu samhæft minniskort í raufina. Gakktu úr skugga um að snertiflötur kortsins
snúi niður.
5 Ýttu kortinu inn þar til það smellur á sinn stað.
6 Settu rafhlöðuna og bakhliðina á sinn stað. Gættu þess að vel sé lokað.
Tækið tekið í notkun
11
Þú getur tekið upp myndskeið í háskerpu. Ef þú ert að taka upp myndskeið á
minniskort skaltu nota hraðvirkt, hágæða microSD-minniskort frá þekktum
framleiðendum til að ná fram sem mestum gæðum. Mælt er með að notuð séu
microSD-minniskort í flokki 4 (32Mbit/s (4MB/s)) eða hærri flokki.
Fjarlægja minniskort
1 Slökktu á símanum.
2 Fjarlægðu bakhlið símans.
3 Fjarlægðu rafhlöðuna ef hún er í tækinu.
4 Ýttu kortinu inn þar til það losnar og dragðu það svo út.