Nokia 701 - Um NFC

background image

Um NFC
Með nándartengingu (NFC) er auðvelt og skemmtilegt að tengjast og deila efni með

öðrum. Nokia-símar og aukahlutir sem styðja NFC tengjast þráðlaust þegar þeir eru

látnir snertast.

Með NFC er hægt að:

Miðla efni milli tveggja Nokia-síma sem styðja NFC

Tengja við samhæfan Bluetooth-aukabúnað sem styður NFC, til dæmis höfuðtól

eða þráðlausan hátalara

Snerta merki til að fá meira efni í símann eða aðgang að þjónustu á netinu

Spila leiki við eigendur annarra Nokia-síma sem styðja NFC

NFC-svæðið er aftan á símanum, fyrir ofan myndavélina. Snertu aðra síma eða

aukahluti með NFC-svæðinu.

Hægt er að nota NFC þegar kveikt er á skjá símans.

Þú færð nánari upplýsingar með því að horfa á kennslumyndskeið um NFC í símanum

þínum.

Ábending: Hægt er að hlaða niður meira efni sem NFC styður úr Nokia-versluninni.